Meðan allir voru heima á íslandi á fullu á hönnunarmars þá missti ég af herlegheitunum.
Hef búið erlendis í 10 ár núna og hef einungis einu sinni náð að vera á íslandi yfir þennan viðburð :/ en ég ég mun skipuleggja ferð heim á næsta ári.
Ég fylgist samt allfar stíft með og þá sérstaklega fylgist ég með Svönu vinkonu á Svart Á Hvítu þar sem hún er alltaf með puttan á púlsinum. En einnig var margt mjög spennandi arkitektúr tengt sem ég hefði svo viljað sjá.
Eitt af því var túr um Marshallhúsið á Grandagarði 20. Kíkti þarna inn síðast þegar ég var á landinu og skil vel að þair haf i hlotið Hönnunarverðlaun Íslands 2017 fyrir uppgerð hússins. Þetta er mjög heilstreypt og vel gert. Hrátt og elegant á sama tíma.
____________
While Design march was going on in Iceland last weekend I was here in Copenhagen... wishing to be there... I have been living abroad for 10 years now and only once have I planned a trip to be at this great event.
I will definitely be there next year!
I follow what is going on ... and my friend Svana covers much of it on her blog. But there were so many interesting architecture events this year I would have loved to see... including a tour in the Marshall house.
The Marshall house was the winner of The Icelandic Design Awards 2017 and is for sure worthy of it.
MARSHALLHÚSIÐ / The Marshall house
Listamiðstöðin Marshallhúsið opnaði í mars 2017 og hýsir Nýlistasafnið og Kling & Bang en auk þess er þar vinnustofa og sýningarrými Ólafs Elíassonar og veitingastaðurinn Marshall Restaurant + Bar. Arkítektarnir Ásmundur Hrafn Sturluson og Steinþór Kári Kárason frá stofunni Kurt og pí, önnuðust hönnun breytinga á húsinu í samstarfi við ASK arkitekta.
_________
The art center opened in march 2017 and is hosting the Modern art gallery and Kling & Bang gallery, it is the home of the Icelandic/Danish artist Ólafur Elíassons office and showroom as well as housing the Mashall Restaurant + Bar.
The architects Ásmundur Hrafn Sturluson and Steinþór Kári Kárason from Kurt og Pí were in charge of the design of the new Marshall house in collaboration with ASK architects.
Þetta fallega hús var byggt árið 1949, sem hluti af síldarbræðslu, og var starfsemi þar í rúma hálfa öld. Húsið stóð autt í nokkur ár eftir að fiskmjöls og -lýsisvinnsla var aflögð á vegum HB Granda í Reykjavík. Húsið er á fjórum hæðum, samtals 1.839 fermetrar að stærð.
_________
This beautiful house was built in 1949, as part of herring smelter, and was there for over half a century. The house remained empty for a few years after fishmeal and fish oil production was discontinued by HB Grandi in Reykjavík. The house is on four floors, total of 1,839 square meters.
Í rökstuðningi dómnefndar við Hönnunarverðlaun Íslands, segir að verkið kristalli vel heppnaða umbreytingu eldra iðnaðarhúsnæðis fyrir nýtt hlutverk í samtímanum. „Arkitektarnir hafa þróað verkefnið frá hugmyndavinnu til útfærslu og leitt saman breiðan hóp aðila til að skapa heilsteypt verk. Í verkinu er vel unnið með sögu byggingarinnar og samhengi staðar og til verður nýr áfangastaður fyrir samtímalist í Reykjavík á áhugaverðu þróunarsvæði í borginni. Marshall húsið er gott dæmi um hvernig með aðferðum hönnunar verður til nýsköpun í borgarumhverfinu.“ Hönnunarverðlaun Íslands 2017.
__________
According to the jury's verdict at the Icelandic Design Prize; the work crystallizes the successful transformation of old industrial buildings for a new contemporary role. "The architects have developed the project from conceptualization to implementation and brought together a wide group of people to create a holistic piece. The work carefully respects the history of the building and context, and creates a new destination for contemporary art in Reykjavik in an interesting development area in the city. The Marshall House is a good example of how design methods will be innovative in the urban environment. "The Icelandic Design Prize 2017.
Þessar flísar eru bara beautiful... / gorgeous tiles...
Þangað til næst...
Comments